fbpx
 

Spurt og Svarað

Afhverju framkvæma bílaframleiðendur ekki sjálfir endurforritun í framleiðslunni?

Afl ökutækja er takmarkað af bílaframleiðendum með hugbúnaði í vélartölvu bílsins til þess að höfða til margra markaðssvæða þar sem tollaflokkar eru mismunandi, mismunandi gæðakröfur á eldsneyti og mismunandi mengunarkröfur. Stundum hafa bílaframleiðendur einnig takmarkað afl ökutækja. Vilji þeir gefa út aflmeiri eintök af sama bíl seinna meir. Sama vélarhönnun nýtist líka oft í fleiri gerðir hjá sama framleiðanda þar sem aðrar kröfur eru gerðar um hugbúnað. Þá taka bílaframleiðendur einnig inní reikninginn vanrækslu á þjónustuhlið bílsins eins og t.d skortur á smurþjónustu, léleg gæði á smurolíu, slitin kerti, hálf stíflaðar loftsíur og spíssar ásamt fleiru inní hugbúnaðarval á vélartölvu bílsins þegar hann er nýr.

Hvaða gerðir af bifreiðum geta fengið endurforritun?

Endurforritun er í boði fyrir flestar gerðir díselbíla með common rail innspýtingarkerfi og einnig fyrir margar gerðir bensínbíla.

Hvernig virkar ferlið?

Ferlið sjálft virkar þannig að haft er samband hér á síðunni. Hnappurinn “senda fyrirspurn” hér á forsíðunni. Einnig er hægt að senda okkur á email bilaforritun@gmail.com Komið er með bílinn á umsöndum tíma. Það sem við byrjum á að gera er að við tengjumst vélartölvu bílsins, tökum afrit af upprunalega hugbúnaði vélartölvunnar. Hugbúnaðurinn er síðan sendur út til samstarfsaðila okkar hjá Tuningservice AS í Noregi þar sem umbeðnar breytingar viðskiptavinar eru framkvæmdar á hugbúnaði vélartölvunnar. Þegar umbreytingu er lokið lesum við nýja forritið inn á vélartölvu bílsins.

Mun bíllinn minn detta sjálfkrafa úr ábyrgð ef hann fær endurforritun?

Svarið er nei. Ökutæki sem fá óorginal aukahluti detta ekki sjálfkrafa úr ábyrgð. Einnig bjóða oft bílaumboð uppá aflaukningaforritun í sínum eigin bílum gegn háu gjaldi. En að sjálfsögðu hafa umboðsaðilar rétt til þess að rannsaka málið hverju sinni og geta hafnað ábyrgð ef þeir geta sannað að gallinn eða hluturinn sem bilaði tengist beint endurforritunni. Öll forritun sem gefin hefur verið út hefur undirgengist langt prufunarferli hjá Tuningservice AS bæði á hestaflamælibekk(rolling road dyno) og á vegum úti. Ábyrgð er á hugbúnaði vélartölvunnar frá okkur og ef einhverntíma skildi hugbúnaðurinn detta út t.d fyrir gjörðir umboðsverkstæða, fær viðkomandi fría ísetningu aftur að kostnaðarlausu svo lengi sem sami eigandi er af bílnum.