Svarið er nei. Ökutæki sem notast ekki við orginal aukahluti detta ekki sjálfkrafa úr ábyrgð. Einnig bjóða oft bílaumboð uppá aflaukningu í sínum eigin bílum gegn háu gjaldi. En að sjálfsögðu hafa umboðsaðilar rétt til þess að rannsaka málið hverju sinni og geta hafnað ábyrgð ef þeir geta sannað að gallinn eða hluturinn sem bilaði tengist beint endurforritunni. Öll forritun sem gefin hefur verið út hefur undirgengist langt prufuferli hjá Tuningservice AS bæði á hestafla mælibekk(rolling road dyno) og á vegum úti.
Afl ökutækja er takmarkað af bílaframleiðendum með hugbúnaði í vélartölvu bílsins til þess að höfða til margra markaðssvæða þar sem tollflokkar eru mismunandi, mismunandi gæðakröfur á eldsneyti og mismunandi mengunarkröfur. Stundum hafa bílaframleiðendur einnig takmarkað afl ökutækja. Vilji þeir gefa út aflmeiri eintök af sama bíl seinna meir. Sama vélarhönnun nýtist líka oft í fleiri gerðir hjá sama framleiðanda þar sem aðrar kröfur eru gerðar um hugbúnað. Þá taka bílaframleiðendur einnig inní reikninginn vanrækslu á þjónustuhlið bílsins eins og t.d skortur á smurþjónustu, léleg gæði á smurolíu, slitin kerti, hálf stíflaðar loftsíur og spíssar ásamt fleiru inní hugbúnaðarval á vélartölvu bílsins þegar hann er nýr.