fbpx
 

Hvað er endurforritun?

Flest allir nútíma bílar og ökutæki með sprengihreyfil nota vélartölvu(ecu) sem er lítil stjórntölva. Hennar hlutverk er að stjórna og stilla af hreyfil bílsins gegnum skynjara vélarinnar.

Endurforritun er vélarstilling, þar sem upprunarlega hugbúnaði vélartölvunnar er breytt.

Afl ökutækja er takmarkað af bílaframleiðendum með hugbúnaði í vélartölvu bílsins til þess að höfða til margra markaðssvæða þar sem tollaflokkar eru mismunandi, mismunandi gæðakröfur á eldsneyti og mismunandi mengunarkröfur. Stundum hafa bílaframleiðendur einnig takmarkað afl ökutækja. Vilji þeir gefa út aflmeiri eintök af sama bíl seinna meir. Sama vélarhönnun nýtist líka oft í fleiri gerðir hjá sama framleiðanda þar sem aðrar kröfur eru gerðar um hugbúnað. Þá taka bílaframleiðendur einnig inní reikninginn vanrækslu á þjónustuhlið bílsins eins og t.d skortur á smurþjónustu, léleg gæði á smurolíu, slitin kerti, hálf stíflaðar loftsíur og spíssar ásamt fleiru inní hugbúnaðarval á vélartölvu bílsins þegar hann er nýr.

Endurforritun er í boði fyrir flestar gerðir díselbíla með common rail innspýtingarkerfi og einnig fyrir margar gerðir bensínbíla.

Ferlið sjálft virkar þannig að við tengjumst vélartölvu bílsins, tökum afrit af upprunalega hugbúnaði vélartölvunnar. Hugbúnaðurinn er síðan sendur út til samstarfsaðila okkar hjá Tuningserrvice í Noregi þar sem umbeðnar breytingar viðskiptavinar eru framkvæmdar á hugbúnaði vélartölvunnar. Þegar umbreytingu er lokið lesum við nýja forritið inn á vélartölvu bílsins.